Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fim 27. júní 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Kári Árna og Gísli Eyjólfs ekki löglegir á mánudaginn
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Gísli Eyjólfsson
Gísli Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason og Gísli Eyjólfsson verða ekki löglegir með sínum félögum í 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn opni á mánudaginn, 1. júlí.

Kári Árnason gekk í raðir Víkings í síðustu viku frá tyrkneska félaginu Genclerbirligi og þá kom Gísli Eyjólfsson heim í Breiðablik í vikunni eftir að hafa verið á lánssamningi hjá sænska félaginu Mjallby.

11. umferðin í Pepsi Max-deild karla hefst á sunnudaginn með þremur leikjum en umferðinni lýkur síðan á mánudaginn. Víkingur R. tekur á móti ÍA í Víkinni og þá fer Breiðablik í Vesturbæinn og tekur á móti KR í stórleik umferðarinnar.

Vonir voru bundnar um það að báðir þessir leikmenn myndu spila sína fyrstu leiki á mánudaginn en ljóst er svo verður ekki. Þetta staðfesti Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ í samtali við Fótbolta.net.

„Þegar kemur að félagaskiptum leikmanna erlendis frá í gegnum FIFA TMS kerfið, þá eru engar aðgerðir af okkar hálfu opnar fyrr en 1. júlí, þ.e. þegar glugginn opnar. Það þýðir að ekki er hægt að gefa út leikheimild fyrr en í fyrsta lagi 2. júlí en til þess að leikmaður geti fengið leikheimild 2. júlí þá þurfa félagaskiptin að hafa borist okkur erlendis frá 1. júlí. Þetta er í takt við grein 15.3. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga," sagði lögfræðingur KSÍ, Haukur Hinriksson í samtali við Fótbolta.net.

Reglugerðina má sjá hér.

Leikir 11. umferðar:
Sunnudagur 31. júlí:
16:00 ÍBV - Stjarnan
17:00 Stjarnan - KA
19:15 HK - Valur

Mánudagur 1. júlí:
19:15 Grindavík - FH
19:15 Víkingur R. - ÍA
19:15 KR - Breiðablik
Athugasemdir