Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   mið 24. júlí 2019 21:12
Arnar Helgi Magnússon
Inkasso-kvenna: Þróttur R. á toppinn - Ekkert lát á skelfilegu gengi ÍR
Linda Líf setti tvö
Linda Líf setti tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Darian Powell skoraði fyrir Aftureldingu
Darian Powell skoraði fyrir Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var nú að ljúka í Inkasso-deild kvenna. Þróttur R. fór á kostum þegar liðið mætti ÍR og Afturelding vann góðan útsigur á Fjölni.

ÍR 0 - 7 Þróttur R.
0-1 Margrét Sveinsdóttir ('6 )
0-2 Linda Líf Boama ('7 )
0-3 Linda Líf Boama ('12 )
0-4 Margrét Sveinsdóttir ('39 )
0-5 Margrét Sveinsdóttir ('41 )
0-6 Lauren Wade ('51 )
0-7 Margrét Sveinsdóttir ('59 )

Gengi ÍR í sumar hefur verið hreint út sagt afleitt en liðið er án stiga eftir tíu leiki.

Þróttur komst strax á sjöttu mínútu leiksins en markið lá í þrátt fyrir að leikurinn hafi verið nýhafinn. Margrét Sveinsdóttir braut þá ísinn með glæsilegu skoti.

Tvö mörk frá Lindu Líf Boama komu í kjölfarið og staðan var orðin 0-3 eftir tólf mínútur. Margrét Sveinsdóttir bætti við tveimur mörkum áður en að flautað var til hálfleiks. 0-5 eftir 45 mínútur og Margrét komin með þrennu!

Lauren Wade bætti við sjötta marki Þróttar í upphafi síðari hálfleiks áður en Margrét skoraði fjórða mark sitt með skalla. Fleiri mörk voru ekki skoruði í leiknum en Þróttur komst í toppsæti deildarinnar með sigrinum. FH á þó leik til góða.

Afturelding á sigurbraut
Afturelding náði forystunni á 40. mínútu leiksins en einungis eitt mark var skoraði í fyrri hálfleik. Darian Powell með markið

Mosfellingar bættu við öðru marki þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik áður en þar var að verki Samira Suleman.

Fjölnir minnkaði muninn tæpum tveimur mínútum síðar en lengra komst liðið ekki. Afturelding er í fjórða sæti en Fjölnir situr í því níunda.

Fjölnir 1 - 2 Afturelding
0-1 Darian Powell ('40)
0-2 Samira Suleman ('54)
1-2 Markaskorara vantar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner