Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   fös 17. október 2008 17:54
Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson þjálfar Val næstu þrjú árin (Staðfest)
Freyr Alexandersson sem er hér hægra megin  á myndinni tekur einn við þjálfun kvennaliðs Vals en Elísabet sem er vinstra megin er hætt.
Freyr Alexandersson sem er hér hægra megin á myndinni tekur einn við þjálfun kvennaliðs Vals en Elísabet sem er vinstra megin er hætt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson hefur gert samning við Val um að þjálfa kvennalið félagsins næstu þrjú árin. Þetta staðfesti Ótthar Edvardsson yfirmaður afrekssviðs hjá félaginu í samtali við Fótbolta.net í dag.

Freyr var annar tveggja þjálfara Vals í sumar en hann stýrði liðinu með Elísabetu Gunnarsdóttur sem tilkynnti fyrr í vikunni að hún væri hætt hjá félaginu eftir fimm ár í starfi.

Undir stjórn Elísabetar og Freys urðu Valskonur Íslandsmeistarar í sumar auk þess að komast í úrslitaleik bikarsins og í milliriðla í Evrópukeppni kvenna þar sem liðið lék sinn síðasta leik á þriðjudag.

Eftir leikinn á þriðjudag tilkynnti Elísabet að hún væri hætt í starfinu og samningur Freys var einnig úti. Nú er ljóst að Freyr mun stýra liðinu áfram næstu þrjú árin.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner