8-liða úrslitin í Meistaradeildinni hefjast í kvöld. Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:00. Arsenal tekur á móti Evrópumeisturunum í Real og Bayern München tekur á móti Ítalíumeisturum Inter.
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Svona spá þeir leikjum kvöldsins:
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Svona spá þeir leikjum kvöldsins:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson
Arsenal 0 - 1 Real Madrid
Meiðsli ætla að halda áfram að hafa stór áhrif á Arsenal á þessu tímabili. Það að Gabriel sé meiddur setur hrikalegt skarð í varnarlínu Arsenal. Kiwior og Skelly verða í vandræðum í leiknum. Rodrygo skorar markið í 0-1 sigri gestanna.
Bayern München 2 - 1 Inter
Þetta verður jafnasta og mest spennandi einvígið. Heimavöllurinn verður drjúgur og Bayern vinna í hörkuleik. Olise og Kane skora fyrir Bayern meðan Thuram skorar fyrir Inter.
Aron Baldvin Þórðarson
Arsenal 1 - 1 Real Madrid
Saka og Vini jr með mörkin. Arsenal þarf að vinna heima til þess að komast áfram en Real sækir góð úrslit með þessi einstaklingsgæði sem að þeir eru með.
Bayern München 2 - 1 Inter
Olise og Kane með mörkin fyrir Bayern. Thuram skorar fyrir Inter. Bayern komast í 2-0 en Thuram heldur lífi í einvíginu með því að skora í lokin
Fótbolti.net - Hilmar Jökull
Arsenal 1 - 1 Real Madrid
Arsenal eru að verða búnir að kasta frá sér tækifærinu á að keppa við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn og Real Madrid eru að hiksta heima fyrir. Þó er munurinn á þessum liðum sá, að Arsenal hefur aldrei unnið Champions League, á meðan að Real hafa farið með sigur af hólmi 15 sinnum í keppninni.
Ég held að Arsenal komist yfir í leiknum með marki frá fyrrum leikmanni Real Madrid, Martin Ødegaard og svo komi stóri Englendingurinn, Jude Bellingham á fleygiferð inn í teiginn undir lok leiks og skori jöfnunarmarkið og fagnar í andlitið á Arsenal stuðningsmönnunum.
Til að loka þessari spá þá held ég að Real fari svo þægilega áfram úr einvíginu á heimavelli, enda meistarar Meistaradeildarinnar.
Bayern München 2 - 2 Inter
Endurtekning á úrslitaleiknum 2010 þegar Jose Mourinho vann þrennuna með Inter. Þessi leikur verður skemmtilegur, ég er alveg handviss um það. Bæði þessi lið eru á toppnum í deildunum sínum heima fyrir og stefna ótrauð á það að vinna fleiri en einn bikar í ár.
Harry Kane er búinn að skora 5 mörk í síðustu 6 leikjum Bayern og skorar alveg pottþétt í kvöld. Þá skorar Leroy Sane hitt mark Bayern, sem komast tvisvar sinnum yfir í leiknum. Hinu megin á vellinum er kannski ögn erfiðara að spá fyrir um markaskorara en ég ætla að fara öruggu leiðina og spá því að Lautaro Martinez skori fyrra mark Milanómanna og svo fái þeir umdeilda vítaspyrnu á lokamínútum leiksins sem Hakan Çalhanoglu skorar úr af fádæma öryggi.
Erfiðara að spá fyrir um hvort liðið fer síðan áfram úr þessu einvígi, en ég ætla að spá því að þau fari alla leið í vító í Milan.
Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 14
Aron Baldvin - 16
Fótbolti.net - 16
Athugasemdir