„Þetta var ekkert Temu stöff, við fengum allt sem var auglýst," segir Tómas Þór Þórðarson um frammistöðu KR í fyrstu umferð. KR gerði 2-2 jafntefli gegn KA í stórskemmtilegum leik.
KR átti frábærar sóknir í leiknum en liðið var brothætt varnarlega, í takt við það sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, hafði talað um fyrir mótið.
KR átti frábærar sóknir í leiknum en liðið var brothætt varnarlega, í takt við það sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, hafði talað um fyrir mótið.
Lestu um leikinn: KA 2 - 2 KR
„Skemmtilegur fótbolti, hugrakkir og tilbúnir að spila út úr erfiðum stöðum. Halldór Snær (markvörður) alltaf á grensunni en það var yndislegt að horfa á ungan mann þora. Óskar er að berja inn í menn að vera hugrakkir og treysta sínum gæðum," segir Tómas.
„Eins og auglýst var þá verður varnarleikurinn ekki þeirra virki í sumar. Öll gagnrýni á KR er allt sem ég bjóst við og allt hrósið er allt sem ég bjóst við. Þeir voru líflegir, skemmtilegir og fljótir. KR mun skora fótboltamörk og fá á sig fótboltamörk."
Valur Gunnarsson tók undir þetta í þættinum og það verður skemmtilegt að horfa á leiki KR í sumar.
„KR spilar skemmtilegan bolta en eru opnir til baka. Það er erfitt að gagnrýna þá þegar þeir spila svona skemmtilegan bolta. Skemmtilegasti leikur umferðarinnar, út af KR, og svo vel uppsettur leikur hjá Hadda. Þetta endaði að lokum í nokkuð sanngjörnu jafntefli," segir Valur.
Athugasemdir