Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 14:26
Hafliði Breiðfjörð
Aron Jó sleit liðband í ökkla - Óvissa með Gylfa og Jónatan
Jónatan fer í myndatöku en Orri Sigurður líklega klár
Aron í leik með Val í sumar.
Aron í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi glímir við bakmeiðsli.
Gylfi glímir við bakmeiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sigurður gæti spilað gegn KA á morgun.
Orri Sigurður gæti spilað gegn KA á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson spilar ekkert með Val næstu vikurnar vegna meiðsla en hann sleit liðband í ökkla fyrr í sumar og þarf að jafna sig á því.

Valur hefur glímt við meiðsli lykilmanna að undanförnu en Gylfi Þór Sigurðsson hefur misst af tveimur leikjum í röð vegna bakmeiðsla sinna. Erfitt er að giska á hvenær hann er klár.

„Það er eitthvað í Aron. Aron er búinn að vera að spila á annarri löppinni. Hann sleit liðband í ökkla mjög snemma í sumar og það er að gróa hægt og rólega," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals við Fótbolta.net á laugardaginn aðspurður um meiðsli Arons.

„ Ég veit ekki nákvæmlega hvað hann þarf langan tíma, vika, 2, 3 eða fjórar vikur. Ég veit það ekki. Ég hugsa að það verði ekki undir tveimur vikum, það eru sex vikur síðan þetta gerðist og svo hefur hann þjösnast á þessu og spilað leiki svo hann er handónýtur," bætti Arnar við.

Ef það er einhver gæi sem vill vera á vellinum og æfa er það Gylfi
Gylfi Þór missti af síðustu tveimur leikjum gegn Vestra og ÍA vegna meiðsla í baki. Arnar segir erfitt að eiga við bakmeiðsli og því ekki gott að giska á endurkomu Gylfa þó það verði ekki jafnlengi.

„Gylfi æfði með okkur í dag (laugardag), það gæti verið styttra í hann og hann verður jafnvel með á þriðjudaginn," sagði Arnar og vísaði í leikinn við KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins annað kvöld.

„Vandamálið er að ef þú ert með vöðvameiðsli þá veistu nokkurn veginnn hvað þú ert að eiga við. Þú finnur það bara. Bakið er öðruvísi, þér getur liðið mjög vel, ferð af stað og æfir og allt í góðu. Svo vaknarðu um morguninn eftir og ert stífur og stirður. Allur orðinn fastur," sagði Arnar.

„,Það er það sem hann er að glíma við núna og það er svolítið erfitt. Ef það er einhver gæi sem vill vera á vellinum og æfa og djöflast þá er það hann. Voanndi er þetta að ganga til baka og við getum séð hann meira inni á vellinum, ég held það vilji það allir Valsarar. Hann er að lyfta deildinnin upp."

Jónatan fékk bolta í tána og fer í myndatöku en Orri líklega klár
Í 3 - 2 tapinu gegn ÍA á Akranesi á föstudagskvöldið þurftu Orri Sigurður Ómarsson og Jónatan Ingi Jónsson að fara af velli snemma leiks vegna meiðsla.

„ Orri skokkaði og gerði töluvert í dag svo það eru ágætis líkur á að hann geti spilað," sagði Arnar en hélt svo áfram með Jónatan Inga.

„Ég veit ekki með Jónatan. Hann fer í myndatöku og það kemur bara í ljós. Á fyrstu æfingu eftir Vestra leikinn fékk hann bolta í tána og það gerðist eitthvað. Svo fékk hann eitthvað á tánna í ÍA leiknum og þá var hann bara út. Vonandi er það ekki alvarlegt því hann er búinn að vera frábær fyrir okkur."
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Athugasemdir
banner