Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
banner
   mán 01. júlí 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrósaði forvera sínum - „Held hann eigi eftir að reynast Pálma mjög vel"
Vigfús Arnar.
Vigfús Arnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óli Hrannar.
Óli Hrannar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vigfús Arnar Jósefsson var í gær ráðinn sem aðstoðarþjálfari KR. Hann mun þarf aðstoða Pálma Rafn Pálmason.

Vigfús hætti sem þjálfari Leiknis fyrir um mánuði síðan eftir mjög slæma byrjun liðsins í Lengjudeildinni.

Ólafur Hrannar Kristjánsson var ráðinn eftirmaður Vigfúsar og ræddi Óli Hrannar við Fótbolta.net skömmu eftir að fréttirnar um Vigfús og KR bárust í gær. Tíðindin komu honum á óvart, en samt ekki, eins og sjá má í spilaranum neðst.

„Ég hafði bara ekki hugmynd um það, en nei. Fúsi er náttúrulega eldklár og mikill fótboltaheili. Ég held að hann eigi eftir að reynast Pálma mjög vel. Mjög spennandi verkefni," sagði Óli Hrannar.

„Ef það var einhvern tímann á borðinu þá var það mjög fljótt slegið niður aftur"
Sú slúðursaga gekk á milli manna skömmu eftir að Vigfús hætti að hann myndi hætta við að hætta og fá inn Óla Hrannar sér til aðstoðar.

„Það voru alls konar sögur á lofti og ég heyrði sjálfur fullt af sögum út um allt, fleiri en bara þá sögu. Ef það var einhvern tímann á borðinu þá var það mjög fljótt slegið niður aftur."

„Þetta var ein af fjölmörgum sögum sem ég heyrði,"
sagði Óli Hrannar og hló.
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Athugasemdir
banner
banner
banner