Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unglingalandsliðsmaður framlengir við HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Ágúst Karlsson er fæddur árið 2007 og er þrátt fyrir ungan aldur á sínu þriðja tímabili í meistaraflokki félagsins. Karl er vinstri kantmaður sem uppalinn er hjá HK.

Hann lék níu leiki í Lengjudeildinni 2022, sex leiki í Bestu deildinni í fyrra og hefur komið við sögu í átta leikjum í sumar. Hann lék síðasta hálftímann í leiknum gegn KA á föstudag.

Karl er unglingalandsliðsmaður, á að baki sextán leiki fyrir U16 og U17, lék síðast með U17 í mars.

Árið 2022 fór hann til æfinga hjá danska félagsins Midtjylland.

Nýr samningur hans gildir út tímabilið 2026 en fyrri samningur hefði runnið út í lok árs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner