Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 14:56
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Frakklands og Belgíu: Griezmann kemur inn
Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands.
Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: EPA
Frakkland og Belgía eigast við í 16-liða úrslitum EM klukkan 16:00 en leikurinn fer fram á Merkur-Spiel vellinum í Düsseldorf.

Kylian Mbappe er mættur með grímuna sína og Antoine Griezmann kemur aftur inn í byrjunarlið Frakka. Þá kemur Marcus Thuram inn í stað Ousmane Dembele.

Hjá Belgum er Leandro Trossard settur á bekkinn en Lois Openda og Yannick Carrasco eru í byrjunarliðinu.

Í skoðanakönnun sem var á forsíðu Fótbolta.net spáðu 81% lesenda því að Frakklandi fari áfram en 19% að það verði Belgía.

Byrjunarlið Frakklands: Maignan; Koundé, Upamecano, Saliba, Theo Hernández; Kanté, Tchouameni, Rabiot; Griezmann; Thuram, Mbappé.

Byrjunarlið Belgíu: Casteels; Theate, Vertonghen, Faes, Castagne; Carrasco, Onana, De Bruyne; Doku, Lukaku, Openda.

Dómari: Glenn Nyberg (Svíþjóð)
Athugasemdir
banner
banner
banner