Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá næstdýrasti frá Belgíu fær treyju númer 9 hjá Brentford
Mynd: Brentford
Igor Thiago var í dag tilkynntur sem leikmaður Brentford og verður framherjinn í treyju númer níu. Thiago var í raun keyptur frá Club Brugge í febrúar en skiptin gengu ekki í gegn fyrr en félagaskiptaglugginn opnaði.

Thiago tekur við treyju númer níu af Kevin Schade sem færir sig yfir í sjöuna.

Brentford greiðir 30 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn sem skoraði átján mörk í belgísku deildinni í vetur. Thiago, sem er 23 ?a, var áður hjá Cruzeiro og Ludogorets. Þegar hann var keyptur í vetur var hann hugsaður sem arftaki Ivan Toney en þá benti flest til þess að Toney yrði keyptur frá Brentford.

Það er svo sem ekki útséð með það, en hann er allavega leikmaður Brentford í dag.

Ef 30 milljónir punda er réttur verðmiði þá er sú upphæð sú næsthæsta sem belgískt félag hefur fengið fyrir leikmann.

Charles De Ketelaere er sá d?yasti en hann kostaði AC Milan 36,5 milljónir evra sumarið 2022 þegar ítalska félagi keypti hann frá Club Brugge.

Thiago skrifar undir fimm ára samning við Brentford.


Athugasemdir
banner
banner
banner