Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 13:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd í viðræðum við Bayern - Kominn verðmiði
De Ligt í rauðu skónum.
De Ligt í rauðu skónum.
Mynd: EPA
Manchester United er á höttunum eftir miðverði í glugganum í sumar og eru þeir Matthijs de Ligt og Jarrad Branthwaite hvað mest orðaðir við enska félagið. Í dag er mest fjallað um áhuga United á De Ligt.

Sky Sports fjallar um það í dag að Bayern hafi sett 42,4 milljóna punda verðmiða á holleska miðvörðinn, eða 50 milljónir evra.

Sagt er frá því að United hafi hafið viðræður við Bayern Munchen um möguleg kaup.

De Ligt er 24 ára miðvörður sem verður 25 ára í ágúst. Hann kom til Bayern frá Juventus sumarið 2022.

Á liðnu tímabili lék hann 30 leiki með Bayern í öllum keppnum. Núna er hann með hollenska landsliðinu og undirbýr sig fyrir leik í 16-liða úrslitum á EM.
Athugasemdir
banner