Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
banner
   mán 01. júlí 2024 14:17
Elvar Geir Magnússon
Bielsa í bann fyrir of langar hálfleiksræður
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa.
Mynd: EPA
Marcelo Bielsa landsliðsþjálfari Úrúgvæ mun taka út leikbann þegar liðið leikur gegn Bandaríkjunum í lokaumferð riðlakeppni Copa America í kvöld.

Samkvæmt reglum keppninnar verða leikmenn að vera mættir út á völl á tilskildum tíma eftir hálfleikinn og lið fær vaðvörun eftir fyrsta brot.

En úrúgvæska liðið mætti of seint í sigurleikjunum gegn Panama og gegn Bólivíu þar sem Bielsa hélt því of lengi í klefanum.

Þrír aðrir argentínskir þjálfarar hafa fengið refsingu fyrir að skila liðinu of seint út á völlinn á mótinu; Lionel Scaloni (Argentína), Ricardo Gareca (Síle) og Fernando Batista (Venesúela).

Úrúgvæ vonast til að vinna sinn sextánda Copa America titil en jafntefli í kvöld (nótt) mun tryggja liðinu sæti í útsláttarkeppninni. Bandaríkin þurfa að ná betri úrslitum en Panama nær gegn Bólivíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner