Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 14:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Úr efstu hillu"
Jónas Grani á æfingasvæði Kortrijk.
Jónas Grani á æfingasvæði Kortrijk.
Mynd: Kortrijk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Grani Garðarsson er nýr yfirmaður meiðslamála (e. head of medical) hjá belgíska félaginu Kortrijk. Hann mun þarf starfa náið með þjálfara liðsins, Frey Alexanderssyni.

Jónas Grani hefur starfað sem sjúkraþjálfari í langan tíma og kemur til Kortrijk eftir að hafa starfað hjá Aspetar í Katar síðustu ár.

Belgíska félagið tilkynnti komu hans í færslu á samfélagsmiðlum í morgun. Freysi var gestur í útvarpsþættinum fyrir rúmri viku síðan og tjáði sig um Jónas Grana án þess að nefna hann á nafn.

„Það eru massa möguleikar hjá þessu félagi, það er verkefnið sem er í gangi. Til þess að ég geti gert það, þá þarf ég að fá rétt fólk inn. Ég er búinn að fá 'head of performance', nýjan markmannsþjálfara og er að fá nýjan 'head of medical'. Þetta er fólk úr efstu hillu. Félagið hefur staðið við þessar kröfur mínar og þetta gefur mér það að ég get lyft 'levelinu' hjá félaginu. 'Perfomance' deildin mín er á pari við bestu félögin í Belgíu, þetta eru mjög færir einstaklingar. Þá erum við betri í því að þróa leikmenn en lélegu liðin í deildinni, það er alveg klárt," sagði Freysi sem er nú í leikmannaleit. Þegar hann sagði þetta átti eftir að skrifa undir samning við Jónas Grana.

Freysi sagði að hann myndi ekki ræða við Kortrijk um nýjan samning fyrr en ráðið yrði í þessar þrjár stöður hjá félaginu.

Útvarpsþátturinn - Freysi og kraftaverkið í Kortrijk
Athugasemdir
banner