Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
banner
   mán 01. júlí 2024 14:21
Elvar Geir Magnússon
UEFA skoðar atferli Bellingham
Það var létt yfir Jude Bellingham á æfingu enska landsliðsins í dag.
Það var létt yfir Jude Bellingham á æfingu enska landsliðsins í dag.
Mynd: Getty Images
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA er að skoða atferli Jude Bellingham í dramatíska sigrinum gegn Slóvakíu. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Bellingham var með óviðeigandi látbragð eftir að hann skoraði með bakfallsspyrnu og sagt að hann hefði beint því að slóvakíska bekknum. Hann þóttist grípa um hreðjarnar og gæti átt yfir höfði sér refsingu. Sekt er líklegri en leikbann.

Miðjumaðurinn var fljótur að svara á samfélagsmiðlum og sagði að þetta væri einkahúmor sem hefði verið beint til náinna vina sinni í stúkunni.

Enskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að Bellingham fengi ekki ákæru frá UEFA en nú hefur verið staðfest að málið sé í skoðun.


Declan Rice lenti í smá rimmu við hinn geðþekka Francesco Calzone landsliðsþjálfara Slóvaka eftir leik og kallaði hann sköllótt fífl. Daily Mail greinir frá því að UEFA ætli ekki að bregðast við hegðun hans og því ætti hann að ver klár í slaginn fyrir leik Englands gegn Sviss í 8-liða úrslitum á laugardag. Hætta er hinsvegar á að Bellingham verði dæmdur í bann.

Varnarmaðurinn Marc Guehi verður ekki með gegn Sviss þar sem hann tekur út bann vegna uppsafnaðra áminninga.

Fréttin hefur verið uppfærð
Athugasemdir
banner
banner
banner