Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glasner og Kamada sameinaðir á ný (Staðfest)
Daichi Kamada.
Daichi Kamada.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace tilkynnti í morgun að Japaninn Daichi Kamada væri genginn í raðir félagsins en félagaskiptin hafa legið í loftinu að undanförnu. Kamada kemur á frjálsri sölu frá Lazio.

Kamada gerir tveggja ára samning en í tilkynningu Palace kemur fram að Kamada þurfi að fá atvinnuleyfi svo hann geti fengið leikheimild.

Kamada er 27 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem þekkir vel til Olveri Glasner en hann vann með stjóra Crystal Palace hjá Eintracht Frankfurt. Þeir urðu Evrópudeildarmeistarar vorið 2022 og skoraði Kamada úr víti í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum.


Hjá Frankfurt kom sá japanski að 73 mörkum í 179 leikjum. Hann á að baki 33 landsleiki og í þeim hefur hann skorað sjö mörk.

Kamada er annar leikmaðurinn sem Palace fær í sumar. Áður hafði Chadi Riad gengið í raðir enska félagsins.

Athugasemdir
banner
banner