Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
banner
   mán 01. júlí 2024 13:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlynur Freyr keyptur til Svíþjóðar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hlynur Freyr Karlsson er samkvæmt heimildum Aftonbladet á leið til sænska félagsins Brommapojkarna.

Sænski miðillinn segir frá því að Brommapojkarna sé að kaupa íslenska landsliðsmanninn. Sagt er að Hlynur hafi lengi verið ofarlega á óskalistanum hjá sænska félaginu. Aftonbladet býst við því að tilkynnt verði um skiptin á morgun eða hinn.

Haugesund í Noregi keypti Hlyn Frey í vetur frá Val en hann hefur takmarkað spilað í Noregi. Hann var valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikina í síðasta mánuði en þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Hann er fyrrum fyrirliði U19 landsliðsins og var lykilmaður í U21 landsliðinu á síðasta ári.

Brommapojkarna er í 11. sæti Allsvenskan eftir tólf umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner