Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. september 2021 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Mbl.is 
Klara í tímabundið leyfi - „Síðustu dagar hafa verið erfiðir"
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í dag að hún er komin í tímabundið leyfi frá störfum. Það er mbl.is sem greinir frá þessu í kvöld.

Mikið hefur gengið á í knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi undanfarnar vikur en Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði frá ofbeldi sem hún varð fyrir á skemmtistaðnum B5 árið 2017 af hálfu landsliðsmanns.

Guðni og forysta KSÍ sagði að engar ábendingar eða tilkynningar um kynferðisleg brot hefðu ratað á borð til þeirra. Guðni sagði frá þessu í Kastljósi en dró það til baka í fréttatíma RÚV eftir frásögn Þórhildar.

Hann hætti sem formaður og var kallað eftir því að stjórn KSÍ myndi gera slíkt hið sama. Á mánudagskvöld ákvað stjórnin að segja af sér en boðað hefur verið til aukaþings sem fer fram á næstu vikum.

Mbl.is greindi frá því í kvöld að Klara staðfestir að hún sé komin í tímabundið leyfi og birti yfirlýsingu sína á Facebook í dag en hana má lesa hér fyrir neðan.

Yfirlýsing Klöru á Facebook:

Kæru vin­ir.

Eins og sjá má í frétt­um þá er ég kom­in í leyfi.
Síðustu dag­ar hafa verið erfiðir.
All­ir sem þekkja mig vita fyr­ir hvað ég stend.
Ekki spurn­ing að í öllu þessu mátti ým­is­legt bet­ur fara.

Ég styð þolend­ur, alltaf allsstaðar.
Um það skal eng­inn ef­ast.

Takk fyr­ir all­ar kveðjurn­ar og stuðning­inn.
Ég met það mik­ils.
Sjá­umst fljót­lega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner