Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   sun 01. september 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Lykilmenn í vörn Víkings taka út bann gegn Val
Gunnar Vatnhamar tekur út leikbann.
Gunnar Vatnhamar tekur út leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heil umferð fer fram í Bestu deild karla í dag en meðal leikja er viðureign Víkings og Vals sem verður á heimavelli hamingjunnar klukkan 19:15 í kvöld.

Varnarmennirnir Jón Guðni Fjóluson og Gunnar Vatnhamar verða ekki með Víkingi í leiknum þar sem þeir taka báðir út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga.

Þá er Arnar Gunnlaugsson þjálfari að fara að afplána annan leik sinn af þremur í leikbanni.

Hjá Val er líka stórt nafn í leikbanni; Kristinn Freyr Sigurðsson.

Víkingur er í öðru sæti Bestu deildarinnar með 40 stig, fimm stigum á undan Val sem er í þriðja sætinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner