þri 01. nóvember 2022 12:31
Elvar Geir Magnússon
Arnór Smára heim í ÍA (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason er genginn aftur í raðir uppeldisfélags síns ÍA. Hann hefur skrifað undir samning til 2024.

Arnór, sem er 34 ára, hefur leikið með Val frá því hann kom heim úr atvinnumennsku í lok árs 2020. Hann hafði spilað í atvinnumennsku í Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Noregi áður en hann kom heim.

Arnór er uppalinn hjá ÍA en hefur aldrei spilað keppnisleik með meistaraflokki félagsins. Það kemur til með að breytast á næstu leiktíð.

Arnór ætlar að taka slaginn með ÍA þrátt fyrir fall liðsins úr efstu deild og ljóst er að hann verður eitt stærsta nafn sem spilað hefur í B-deild íslenska boltans.

Arnór skoraði fimm mörk í 20 leikjum með Val í Bestu deildinni í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner