Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, gæti misst af úrslitaleiknum í enska deildabikarnum um helgina eftir að hafa þurft að fara meiddur af velli í kvöld gegn PSG.
Alexander-Arnold er algjör lykilmaður í liði Liverpool og það var því gríðarlegt áfall fyrir hann og liðið að hann þurfti að fara af velli þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.
Hann snéri illa upp á hnéið á sér þegar hann datt við hliðarlínuna og lá sárþjáður á vellinum áður en hann haltraði inn í klefa.
Þetta leit afskaplega illa út og það er óvíst með þátttöku hans í úrslitaleiknum um helgina gegn Newcastle á Wembley. Jarell Quansah kom inn á í hans stað en Conor Bradley hefur hefur misst af síðustu fjórum leikjum vegna meiðsla.
Athugasemdir