Það er stórleikur á Anfield í Meistaradeildinni í kvöld þegar PSG kemur í heimsókn. Liverpool er með 1-0 forystu eftir leikinn í Frakklandi.
Arne Slot stillir upp sama liði og mætti PSG í fyrri leiknum en það eru þrjár breytingar frá deildarleiknum gegn Southampton um helgina.
Andy Robertson, Alexis Mac Allister og Diogo Jota koma ´iliðið fyrir Kostas Tsimikas, Curtis Jones og Darwin Nunez. Cody Gakpo er á bekknum en hann var ekki með í fyrri leiknum vegna meiðsla.
Luis Enrique stillir upp sama liði og mætti Liverpool í fyrri leiknum en Ousmane Dembele, Khvicha Kvaratskhelia, Vitinha, Fabian Ruiz, Nuno Mendes, Achraf Hakimi og Gianluigi Donnarumma byrjuðu allir á bekknum gegn Rennes um helgina á meðan Marquinhos var utan hóps.
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson; Mac Allister, Gravenberch, Szoboszlai; Salah, Jota, Diaz.
Varamenn: Jaros, Kelleher, Endo, Nunez, Chiesa, Jones, Gakpo, Elliott, Tsimikas, McConnell, Quansah.
PSG: Donnarumma; Hakimi, Marquinhos, Pacho, Mendes, Neves, Vitinha, Ruiz; Kvaratskhelia, Dembele, Barcola.
Varamenn: Safonov, Tenas, Kimpembe, Ramos, Doue, Lee, Hernandez, Mayulu, Zaire-Emery, Beraldo, Mbaye.
Athugasemdir