Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 01. nóvember 2022 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona horfir til Arteta
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: EPA
Katalóníustórveldið Barcelona er sagt horfa til Mikel Arteta, stjóra Arsenal, ef ákveðið verður að skipta um stjóra hjá félaginu í náinni framtíð.

Þetta kemur fram hjá Sport í dag.

Fyrrum spænski landsliðsmaðurinn Xavi er í dag stjóri Barcelona en það hefur ekkert gengið sérlega vel hjá honum. Börsungar eru á eftir Real Madrid í deildinni og er liðið fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu. Eftir áramót mun Barcelona taka þátt í Evrópudeildinni.

Ef vikið verður frá Xavi og hans hugmyndum, þá mun sjónin beinast að Arteta sem hefur verið að vinna flott starf með Arsenal á Englandi.

Arteta, sem er fertugur að aldri, steig sín fyrstu skref á fótboltaferli sínum með Barcelona og þekkir félagið mjög vel.

Arsenal er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur Arteta fengið mikið hrós fyrir starf sitt hjá Lundúnafélaginu.
Enski boltinn - Kaninn keypti sér tíma á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner