þri 01. nóvember 2022 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eðlilegar skýringar hvers vegna svona margir eru að renna út hjá okkur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut í gær var Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, til viðtals.

Hann ræddi við Hörð Snævar Jónsson og var eitt umræðuefnið samningamál leikmanna félagsins en margir leikmenn liðsins eru að verða samningslausir, þar af fimm byrjunarliðsmenn.

„Sumir eru að gera upp við sig hvort þeir vilji halda áfram að búa á Íslandi og spila fótbolta. Flestir leikmennirnir sem eru að renna út á samningi eru komnir með samningstilboð frá okkur. Sindri Kristinn vill horfa í kringum sig, hefur gert það á hverju ári síðan ég kom en á endanum hefur hann alltaf skrifað undir við Keflavík. Ég á von á því að hann geri það aftur núna."

„Dani Hatakka er að gera upp við sig hvort hann vilji vera á Íslandi eða fari aftur til Finnlands. Joey Gibbs er að hugsa hvort hann vilji ala upp barnið sitt í Ástralíu eða á Íslandi. Ingimundur er að spá í hvort hann fari í nám erlendis. Þannig það eru eðlilegar skýringar hvers vegna svona margir eru að renna út hjá okkur. Vonandi náum við að halda í kjarnann í liðinu okkar og bæta við,"
sagði Siggi Raggi.

Sindri Kristinn hefur hvað mest verið orðaður við FH að undanförnu. Rúnar Þór Sigurgeirsson hefur verið orðaður við Öster í Svíþjóð. Patrik Johannessen er samningsbundinn en er mjög líklega á förum.

Samningslausir leikmenn hjá Keflavík:
Dani Hatakka
Sindri Kristinn Ólafsson
Joey Gibbs
Kian Williams
Ingimundur Aron Guðnason
Edon Osmani
Adam Árni Róbertsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner