Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 01. nóvember 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Edon Osmani framlengir við Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík hefur tilkynnt að Edon Osmani hafi framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2024.

Edon er miðjumaður sem fæddur er árið 2000. Hann byrjaði tímabilið af krafti, var í byrjunarliði Keflavíkur í fystu leikjunum en lenti svo í erfiðum meiðslum sem héldu honum frá út leiktíðina.

„Edon er að jafna sig af meiðslum og sér fram á það að geta byrjað að æfa aftur þegar liðið kemur saman aftur í desember," segir í tilkynningu Keflavíkur.

Edon lék með Víði á láni sumarið 2020 og var hjá Reyni Sandgerði í fyrra. Í sumar kom hann alls við sögu í tíu leikjum í deild og bikar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner