Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 01. nóvember 2022 23:55
Brynjar Ingi Erluson
„Ég var að tala við Conte og hann er rosalega þreyttur“
Cristian Stellini fagnar sigrinum á Marseille
Cristian Stellini fagnar sigrinum á Marseille
Mynd: EPA
Cristian Stellini, aðstoðarstjóri Tottenham Hotspur, mætti í viðtöl eftir 2-1 sigur liðsins á Marseille í Meistaradeildinni í kvöld þar sem Antonio Conte tók út leikbann.

Tottenham náði að snúa við blaðinu gegn Marseille eftir að hafa lent undir seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Clement Lenglet jafnaði eftir aukaspyrnu Ivan Perisic og svo skoraði Pierre Emile Hojbjerg laglegt sigurmark í uppbótartíma og tryggði sigurinn og um leið sæti Tottenham í 16-liða úrslitin.

„Við þurfum að skoða aðeins frammistöðuna. Við notuðum sömu rútínu og við höfum verið með í síðustu þremur eða fjórum leikjum og það er að byrja ekki vel í fyrri hálfleiknum. Við notuðum ekki ákefðina í fyrri hálfleik og leyfðum þeim að spila of mikið inn á okkar vallarhelming — og þannig töpuðum við vellinum. Þeir stjórnuðu leiknum.“

„Í seinni hálfleik breyttum við yfir í 3-5-2 og náðum aðeins að stjórna þessu betur. Seinni hálfleikur var mjög góður.“


Stellini sagðist hafa notið þess að stýra liðinu í kvöld en þó gat hann ekki gert það almennilega fyrr en leikurinn var flautaður af.

„Já. Ég gat notið þess eftir sigurinn. Þessir strákar eiga sigurinn skilið því vorum góðir. Við þurfum að sýna það í 90 mínútur. Við þurfum að leggja meiri vinnu þannig við sýnum þetta allan leikinn í stað þess að tapa alltaf einum hálfleik.“

Conte var á nálunum upp í stúku og tók það mikla orku úr ítalska stjóranum.

„Ég var að tala við Antonio. Hann er rosalega þreyttur því það er náttúrlega ekki eðlilegt að horfa á leikinn úr stúkunni. Hann eyddi mikilli orku í þetta. Það er betra að vera á hliðarlínunni því þá ertu hluti af leiknum,“ sagði Stellini í lokin.
Athugasemdir
banner
banner