Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 01. nóvember 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ein flottasta heimkoma sem við höfum séð"
En að vinna sig út úr því og vera síðan pund fyrir pund einn besti miðjumaðurinn og einn besti leikmaðurinn í deildinni næstu 3-4 árin og ná í þennan klikkaða titil þegar þeir rústa mótinu - kúdós á Pálma.
En að vinna sig út úr því og vera síðan pund fyrir pund einn besti miðjumaðurinn og einn besti leikmaðurinn í deildinni næstu 3-4 árin og ná í þennan klikkaða titil þegar þeir rústa mótinu - kúdós á Pálma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann var rosalega auðmjúkur yfir þessu öllu saman
Hann var rosalega auðmjúkur yfir þessu öllu saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason spilaði fyrir rúmri viku sinn síðasta leik á ferlinum þegar KR mætti Víkingi, hann gaf það allavega út í viðtali eftir leik. Pálmi fékk gult spjald í leiknum og var því í banni í lokaleik tímabilsins á laugardag.

Eftir lokaleikinn sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að hann ætlaði að reyna sannfæra Pálma um að taka eitt ár til viðbótar.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var rætt um Pálma Rafn og hans feril. Pálmi verður 38 ára í næstu viku.

„Þetta er búinn að vera stórmerkilegur ferill. Hann er frábær sem ungur leikmaður hjá KA, mjög góður í Val og fer þaðan út (til Noregs). Hann kemur sjóðheitur heim þrítugur eftir markalaega séð sitt besta tímabil á ferlinum."

„Hann fær vel umfjallaðan og umræddan ofursamning á þeim tíma, sem var nú heldur betur á milli tannanna á fólki, og gat ekki neitt fyrstu þrjú árin. Hann var rosalega auðmjúkur yfir þessu öllu saman,"
sagði Tómas Þór í þættinum. Tómas segir að það hefði ekki komið sér á óvart ef Pálmi hefði farið í KA eftir erfið tímabil með KR. Elvar Geir skaut inn í að Pálmi hefði á tímapunkti verið orðaður við Þrótt Reykjavík.

Pálmi fór hvergi og skoraði svo ellefu mörk tímabilið 2018.

„Ellefu mörk 2018 í deildinni, átta 2019, nær í titil og var hrikalega góður. Hann er búinn að vera stoð og stytta í þessu KR liði. Það er fullt af leikmönnum sem koma heim eftir atvinnumennsku og geta ekki neitt miðað við það sem er búist af þeim."

„En að vinna sig út úr því og vera síðan pund fyrir pund einn besti miðjumaðurinn og einn besti leikmaðurinn í deildinni næstu 3-4 árin og ná í þennan klikkaða titil þegar þeir rústa mótinu - kúdós á Pálma. Þetta fór úr mjög slæmri Rúnars Kristinssonar-esque heimkomu í eina þá flottustu sem við höfum séð,"
sagði Tómas.

Heimkoma Rúnars í KR árið 2007 eftir sinn atvinnumannaferil var ekki frábær og er það það sem Tómas á við með líkingu sinni.

Pálmi er uppalinn í Völsungi og lék með KA og Val áður en hann hélt til Noregs um mitt sumar 2008. Hnan lék með Stabæk út tímabilið 2011 en skipti svo í Lilleström og var þar í þrjú tímabil. Á ferlinum varð hann tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni norskur meistari og lék átján landsleiki.

Sjá einnig:
Pálmi Rafn: Skal skammast mín ef ég stend mig ekki (26. jan '15)
Útvarpsþátturinn - Íslenskar fréttir og enska hringborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner