þri 01. nóvember 2022 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Frábær innkoma hjá Nunez
Darwin Nunez átti þátt í báðum mörkum Liverpool
Darwin Nunez átti þátt í báðum mörkum Liverpool
Mynd: EPA
Pierre Emile Hobjerg fagnar sigurmarkinu gegn Marseille
Pierre Emile Hobjerg fagnar sigurmarkinu gegn Marseille
Mynd: EPA
Darwin Nunez átti frábæra innkomu er Liverpool vann Napoli, 2-0, í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en hann og Ibrahima Konate voru bestu menn liðsins að mati Liverpool Echo.

Nunez byrjaði á bekknum í kvöld á meðan Konate var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun október.

Úrúgvæski framherjinn kom inn af bekknum og breytti leiknum en átti stóran þátt í fyrsta markinu sem Mohamed Salah skoraði og þá gerði hann annað markið undir lokin. Bæði komu eftir hornspyrnu.

Nunez fær 8 fyrir frammistöðuna líkt og Konate. Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino voru með slökustu einkunn eða 6.

Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (6), Konate (8), Van Dijk (7), Tsimikas (7), Fabinho (7), MIlner (7), Thiago (7), Salah (7), Firmino (6), Jones (7).
Varamenn: Elliott (7), Nunez (8).

Pierre Emile Hojbjerg og Rodrigo Bentancur voru bestu menn Tottenham í 2-1 sigrinum á Marseille í Frakklandi. Tottenham komst áfram með sigrinum.

Hojbjerg og Bentancur fá 8 en Ryan Sessegnon var með verstu einkunn eða 3. Hann var tekinn af velli í hálfleik.

Tottenham: Lloris (7), Lenglet (7), Davies (7), Dier (7), Sessegnon (3), Bentancur (8), Hojbjerg (8), Perisic (6), Moura (4), Son (5), Kane (7).
Varamenn: Bissouma (7), Emerson (7), Skipp (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner