Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 01. nóvember 2022 18:44
Brynjar Ingi Erluson
Evra: Rashford verður einn sá besti í heiminum
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: EPA
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur því fram að Marcus Rashford eigi eftir að verða að einum besta leikmanni heims á næstu árum.

Rashford hefur verið með bestu leikmönnum United á þessari leiktíð og er nann nú þegar með 7 mörk í öllum keppnum.

Það er allt annað að sjá hann á þessu tímabili en síðasta. Enski framherjinn hefur opnað sig um andlega erfiðleika á síðasta ári og átti hann erfitt með að koma sér í rétt hugarástand fyrir leiki.

Evra hefur miklar mætur á Rashford og segir að hann eigi eftir að gera frábæra hluti í framtíðinni.

„Ég er ekki hissa á að hann hafi skorað 100 mörk fyrir félagið. Hann mun verða að einum besta leikmanni heims, það er alveg klárt, en hann mun þurfa tíma. Það hefur verið mikill pirringur í kringum hann því við vitum öll hvað hann er fær um að gera,“ sagði Evra.

„Þegar við hugsum til baka þegar hann byrjaði hjá Louis van Gaal, þá gat maður séð ástríðina og hvernig hann fagnaði með vinum sínum. Síðar sáum við Rashford sem virtist annars hugar og þegar þú gerir ein mistök drepur fólk þig og segir að þú sért slæmur leikmaður,“ sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner