Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 01. nóvember 2022 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Fær lengsta samning í sögu Aston Villa
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: EPA
Unai Emery, nýráðinn stjóri Aston Villa, hefur störf hjá félaginu í þessari viku en hann tók við starfinu af Steven Gerrard sem var látinn taka poka sinn í síðasta mánuði.

Aston Villa borgaði riftunarákvæðið í samningi Emery og gerði fjögurra og hálfs árs samning við þennan sigursæla þjálfara.

Emery hefur unnið Evrópudeildina fjórum sinnum, eða oftast allra þjálfara. Hann vann hana þrisvar með Sevilla og svo einu sinni með Villarreal.

Eigendur Aston Villa hafa greinilega mikla trú á Emery því aldrei hefur stjóri félagsins fengið lengri samning.

Remi Garde gerði fjögurra ára samning árið 2015 en var síðan rekinn ári síðar. Gerrard skrifaði undir þriggja ára samning á síðasta ári.

Nú er vonast eftir því að Emery geti snúið gengi Villa við en liðið er í 16. sæti deildarinnar með 12 stig og aðeins unnið þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner