Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. nóvember 2022 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Fær Zakaria loks tækifærið?
Denis Zakaria bíður eftir tækifærinu
Denis Zakaria bíður eftir tækifærinu
Mynd: EPA
Það þótti fremur spennandi félagaskipti er Chelsea nældi í svissneska miðjumanninn Denis Zakari á láni frá Juventus undir lok gluggans, en nú þegar tæpur þriðjungur er búinn af tímabilinu á hann enn eftir að spila leik fyrir félagið.

Zakaria var með mest spennandi leikmönnum þýsku deildarinnar áður en hann gekk í raðir Juventus í janúar.

Miðjumaðurinn náði aldrei að festa sæti sitt í byrjunarliði Juventus og þegar það leið undir lok sumargluggans fékk hann félagaskipti sín til Chelsea í gegn.

Það hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig því Zakaria hefur ekki enn fengið mínútu á þessu tímabili.

Graham Potter, stjóri Chelsea, segir að leikmaðurinn gegni mikilvægri stöðu í hópnum en Zakaria gæti loks fengið tækifærið í lokaumferð Meistaradeildarinnar á morgun.

„Hann hefur verið ótrúlega góður. Zakaria hefur æft vel og verið mikill stuðningur fyrir liðsfélaga sína. Hann er auðvitað vonsvikinn að fá ekkert að spila, en hann er klárlega í myndinni á morgun,“ sagði Potter.
Athugasemdir
banner
banner