Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 01. nóvember 2022 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Framlengir við Real Madrid eða leggur skóna á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid á Spáni, segist aðeins vera með tvo möguleika í stöðunni á næsta ári.

Það er óumdeilanlegt að Kroos hafi verið einn besti miðjumaður heims síðustu átta ár en hann myndaði gríðarlega sterka miðju með Luka Modric og Casemiro og vann þar fjóra Evróputitla.

Kroos, sem er 33 ára í dag, verður samningslaus eftir tímabilið en það kemur ekki til greina fyrir hann að spila fyrir annað félag. Hann á sjálfur eftir að taka samtalið með Florentino Perez, forseta Real Madrid.

„Ég mun klára ferilinn hjá Real Madrid en ég veit bara ekki hvenær það verður. Ég vil ekki spila fyrir annað félag. Við höfum ákveðið að taka samtalið á næsta ári og ræða þá framtíðina — og það verður því ákveðið þá,“ sagði Kroos.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner