Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. nóvember 2022 14:36
Elvar Geir Magnússon
Fredrikstad ræður þjálfara Færeyjameistaranna
Mikkjal Thomassen.
Mikkjal Thomassen.
Mynd: Getty Images
Norska B-deildarfélagið Fredrikstad hefur ráðið hinn færeyska Mikkjal Thomassen sem nýjan aðalþjálfara liðsins. Hann skrifaði undir þriggja ára samning.

Þetta er ákveðinn áfangi fyrir færeyskan fótbolta enda í fyrsta sinn sem Færeyingur fær erlent þjálfarastarf af þessari stærðargráðu.

Fredrikstad hafnaði í 10. sæti norsku B-deildarinnar á þessu tímabili.

Mikkjal Thomassen hefur verið kóngurinn í færeyskum fótbolta síðustu ár en hann stýrði KÍ í Klaksvík í átta ár.

KÍ vann Færeyjameistaratitilinn 2019, 2021 og 2022, auk þess að verða bikarmeistari 2016, með Thomassen við stjórnvölinn.

Undir hans stjórn varð KÍ fyrsta færeyska liðið til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar árið 2020.


Athugasemdir
banner
banner