Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. nóvember 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkir ekki að pæla í Kjartani Henry - „Ég get lofað þér því"
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein stærsta spurningin þennan veturinn er hvar Kjartan Henry Finnbogason.

Það er svo gott sem talið útilokað að hann verði áfram í KR eftir að félagið ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hans. Hann hefur verið út í kuldanum hjá félaginu undanfarnar vikur og verður eflaust ekki leikmaður liðsins á næsta tímabili.

Kjartan Henry, sem er 36 ára, hefur verið orðaður við nýliða Fylkis en Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, segir það ekki passa. Hann sé ekki á eftir Kjartani.

„Menn eru nefndir hingað og þangað, en við erum ekki að pæla í Kjartani Henry," segir Rúnar Páll í samtali við Fótbolta.net.

„Ég get lofað þér því. Við erum ekki að pæla í honum. Við erum að pæla í framherja en ekki í honum."

Fylkir vann sigur í Lengjudeildinni í sumar og leikur á nýjan leik í Bestu deildinni í sumar. Danski sóknarmaðurinn Mathias Laursen mun ekki leika með Fylki næsta sumar. Hann er meiddur og því verður ekki samið aftur við hann.

„Kjartan Henry hefur ekki komið til tals, við erum ekki að leita að þannig leikmanni. Við erum að leita að ungum, hungruðum leikmönnum sem vilja ná árangri."

Frá því síðasta tímabili lauk þá hefur Fylkir endurheimt Emil Ásmundsson frá KR. Þá hafa Albert Brynjar Ingason og Ásgeir Börkur Ásgeirsson báðir yfirgefið félagið.

„Eins og liðið var í ár, þá held ég að við hefðum staðið okkur vel í Bestu deildinni. Svo verður liðið betra. Við þurfum að hafa fyrir þessu, við þurfum að æfa meira og gera betur á öllum vígstöðum. Það er ótrúlega spennandi verkefni sem við erum að vinna í Fylki og ég gæti ekki verið ánægðari."

Rúnar býst við að styrkja leikmannahópinn á næstu mánuðum en menn séu ekkert að stressa sig í Árbænum. Hann er virkilega ánægður með hópinn sinn og ætlar að byggja á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner