Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. nóvember 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Fyrsti þýski stjórinn til að stýra 100 Meistaradeildarleikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mun Jurgen Klopp stýra sínum 100. leik í Meistaradeildinni en hann hefur starfað fyrir Borussia Dortmund og nú Liverpool í keppninni.

Hann verður fyrsti þýski stjórinn til að ná 100 leikjum í keppninni.

Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson gætu báðir leikið sinn 50. Meistaradeildarleik fyrir Liverpool í kvöld. Trent verður yngsti leikmaður til að ná 50 leikjum í keppninni fyrir félagið.

A-riðill:
20:00 Rangers - Ajax
20:00 Liverpool - Napoli

1. Napoli 15 stig (komið áfram
2. Liverpool 12 stig (komið áfram)
3. Ajax 3 stig
4. Rangers 0 stig

Liverpool þarf að vinna Napoli með fjögurra marka mun eða meira til að tryggja sér efsta sætið, annars vinnur ítalska liðið riðilinn.

Rangers þarf að vinna Ajax með fimm marka mun eða meira til að ná Evrópudeildarsæti, annars er liðið fallið úr Evrópukeppnum. Í Meistaradeildinni eru innbyrðis viðureignir á undan markatölunni.
Athugasemdir
banner