Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. nóvember 2022 19:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Kri: Vantaði nýja áskorun og að finna neistann aftur
Örugglega gott fyrir báða aðila
Örugglega gott fyrir báða aðila
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefði verið flott að vera í FH áfram en mér fannst ég þurfa nýja áskorun, þurfa að stíga úr þessum fræga þægindaramma
Það hefði verið flott að vera í FH áfram en mér fannst ég þurfa nýja áskorun, þurfa að stíga úr þessum fræga þægindaramma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er held ég góður tímapunktur fyrir mig að færa mig um set. Mig vantaði nýja áskorun og að finna neistann aftur. Þetta er á sama tíma tækifæri fyrir FH að yngja upp í leiðinni, örugglega gott fyrir báða aðila," sagði Guðmundur Kristjánsson við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur, sem er 33 ára, er genginn í raðir Stjörnunnar eftir fimm tímabil með FH. Hann hefur verið í stóru hlutverki í FH frá því hann kom frá Start fyrir tímabilið 2018 en nú skilja leiðir.

„Stjarnan er með spennandi lið, áttu fullt af góðum leikjum í sumar og spiluðu oft á tíðum mjög skemmtilegan bolta. Í liðinu er mikið af ungum, efnilegum og góðum leikmönnum í bland við eldri og reynslumeiri leikmenn. Ég held það sé gott 'fit' fyrir mig, að vera með nóg af ungum sprækum gæjum í kringum mig sem halda mér ungum. Verkefnið hjá Stjörnunni er spennandi, markið er sett hátt og ég held að leikstíll liðsins henti mér vel."

Guðmundur segist ekki hafa verið nálægt því að fara frá FH á undanförnum árum. „Ég hef alltaf heyrt af áhuga en ekkert alvarlega skoðað það. Það var ekkert fyrr en núna þar sem mér fannst tímapunkturinn til að fara vera réttur."

Guðmundur fékk samningstilboð frá FH en samningurinn sem var í gildi rann út eftir nýliðið tímabil. Hann fer því á frjálsri sölu til Stjörnunnar. „Það hefði verið flott að vera í FH áfram en mér fannst ég þurfa nýja áskorun."

Fleiri félög höfðu samband en Guðmundi leist langbest á Stjörnuna. En í hvaða hlutverk er hann að fara hjá Stjörnunni?

„Það verður að koma í ljós. Þeir eru með fullt af ungum og góðum strákum. Ég verð væntanlega svolítið í því að miðla reynslu, passa að menn æfi almennilega, setja það í forgang að það sé alvöru æfingakúltúr. Hvort ég verði miðjumaður eða hafsent verður að koma í ljós. Ég hugsa að það verði sittlítið af hvoru en það þarf kannski að spyrja þjálfarann að því."

„Ég hef reynslu af hvoru tveggja, spilaði lengi á miðjunni og það væri flott að prófa það aftur. Hvort það svo gerist kemur í ljós."

„Ég er ekki að fara í Stjörnuna til að setjast að á elliheimili, ég ætla mér að spila eins og allir aðrir leikmenn. Annað væri skrítið,"
sagði Guðmundur.

Í seinni hluta viðtalsins fer Guðmundur yfir tímabilið með FH. Sá hluti birtist í fyrramálið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner