Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 01. nóvember 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Haaland spilar ekki á morgun - „Betri með hverjum degi“
Guardiola vonast til þess að Haaland verði með gegn Fulham um næstu helgi.
Guardiola vonast til þess að Haaland verði með gegn Fulham um næstu helgi.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Erling Haaland hefur ekki snúið aftur til æfinga að fullu með liði Manchester City og verður ekki með í Meistaradeildarleiknum gegn Sevilla annað kvöld.

Þetta staðfesti Pep Guardiola, stjóri City, á fréttamannafundi í dag. Haaland var ekki með í sigurleiknum gegn Leicester um helgina vegna meiðsla.

„Hann er betri, hann verður betri með hverjum degi en við viljum ekki taka neina áhættu. Vonandi verður hann með gegn Fulham," segir Guardiola.

Manchester City hefur þegar tryggt sér toppsæti síns riðils í Meistaradeildinni og Guardiola mun að öllum líkindum nýta sér breiddina annað kvöld.

„Við viljum vinna leikinn. Þetta er tækifæri til að halda áfram að æfa ákveðna hluti. Það er klárt að leikmenn sem hafa ekki verið að spila reglulega munu spila. Ég mun skoða eftir æfingu í dag hvernig liðið verður skipað," segir Guardiola.

G-riðill - Miðvikudagur:
20:00 Man City - Sevilla
20:00 FCK - Dortmund

1. Man City 11 stig (komið áfram)
2. Dortmund 8 stig (komið áfram)
3. Sevilla 5 stig (fer í Evrópudeildina)
4. FCK 2 stig (úr leik)

Öll sæti riðilsins eru ráðin og ekkert undir í leikjunum.
Enski boltinn - Kaninn keypti sér tíma á Anfield
Athugasemdir
banner
banner