
Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024.
Hans er uppalinn í Fjölni og hefur spilað allan sinn feril með liðinu. Á sínum ferli hefur hann spilað 143 leiki og skorað 18 mörk fyrir meistaraflokk félagsins.
Hans er uppalinn í Fjölni og hefur spilað allan sinn feril með liðinu. Á sínum ferli hefur hann spilað 143 leiki og skorað 18 mörk fyrir meistaraflokk félagsins.
Á liðnu tímabili kom Hans við sögu í tuttugu leikjum þegar Fjölnir endaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar og skoraði hann fjögur mörk.
Hans er fjölhæfur leikmaður, er frekar hávaxinn og getur bæði spilað sem miðjumaður og miðvörður.
Athugasemdir