Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. nóvember 2022 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Það hefur enginn gleymt því sem við gerðum á síðasta ári
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með viðbrögð leikmanna í kvöld er liðið vann Napoli, 2-0, í Meistaradeildinni.

Mohamed Salah skoraði fyrra mark Liverpool eftir hornspyrnu og þá gerði Darwin Nunez síðara markið seint í uppbótartíma; einnig eftir hornspyrnu.

Klopp var ánægður með leik sinna mann en Liverpool fór aftur í 4-3-3 leikkerfið sem liðið þekkir svo vel.

„Við skoruðum tvö góð mörk. Við vorum mættir í fráköstin og þurftum að rótera aðeins. Curtis gerði mjög vel í stöðu sem hann er ekki vanur. Við komum inn með ferskar lappir í Darwin og það gekk vel,“ sagði Klopp en hann var ánægður með varnarleikinn og leikkerfið en Liverpool spilaði 4-3-3 í kvöld.

„Varnarleikurinn var á rosalega háu stigi. Napoli er gríðarlega sterkt lið en strákarnir spiluðu mjög vel.“

„Þetta er lekkerfið sem við höfum oftast spilað og þekkjum vel. Við þurftum að breyta nokkrum hlutum en það er alltaf þarna. Darwin kom inn. Sóknarlega er þetta ekki vandamál og það er engin svaka breyting frá demantsmiðju. Við þurfum að finna út hvað hentar best.“

„Það eina jákvæða á þessu tímabili er að við höfum spilað og unnið í nokkrum leikkerfum. Við höfum bara ekki unnið nógu oft.“

Hann segir að það sé enginn búinn að gleyma því hvað liðið gerði á síðasta tímabili er það komst í alla úrslitaleiki sem voru í boði og unnu þar tvo bikara.

„Við erum Liverpool. Topplið og það hefur enginn gleymt því sem við gerðum á síðasta ári, en það skiptir ekki máli núna. Í kvöld sýndum við allt og hvernig á að spila rosalega góðan fótbolta,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum.
Athugasemdir
banner
banner