Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 01. nóvember 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Líklegt að Walker og Phillips verði klárir fyrir HM
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir það líklegt að ensku landsliðsmennirnir Kyle Walker og Kalvin Phillips verði klárir fyrir HM í Katar.

Walker, 32 ára varnarmaður, gekkst undir aðgerð á nára í byrjun október en Phillips, 26 ára miðjumaður, hefur vegna axlarmeiðsla bara spilað einn leik fyrir City síðan hann kom frá Leeds í sumar.

Báðir voru þeir í enska landsliðshópnum sem komst í úrslitaleik EM allstaðar.

„Miðað við hvernig batavegurinn hefur verið hjá þeim verða þeir líklega klárir fyrir HM. Ég veit ekki hvað Gareth (Southgate landsliðsþjálfari) er að hugsa, hann talar við þá reglulega og þeir vita meira en ég," segir Guardiola.

Stærsta spurningamerkið er hvernig leikæfingin verður hjá þeim tveimur og ljóst að Southgate tæki áhættu með að velja þá, í ljósi þess hversu lítið þeir hafa spilað.

Fyrsti leikur Englands á HM í Katar verður gegn Íran 21. nóvember.

Mjög ólíklegt er að Reece James verði með Englandi á mótinu og þá er óvissa varðandi Bukayo Saka sem meiddist í leik með Arsenal á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner