Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. nóvember 2022 15:48
Elvar Geir Magnússon
Mendy í marki Chelsea á morgun vegna meiðsla Kepa
Edouard Mendy.
Edouard Mendy.
Mynd: EPA
Kepa og Mendy.
Kepa og Mendy.
Mynd: EPA
Graham Potter, stjóri Chelsea, hefur staðfest að Kepa Arrizabalaga verði ekki í markinu í síðasta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, gegn Dinamo Zagreb á morgun.

Chelsea hefur þegar tryggt sér efsta sætið í riðlinum og leikurinn á morgun hefur því litla þýðingu fyrir félagið.

„Kepa verður ekki leikfær. Við erum að tala um daga, hann verður ekki klár á morgun," segir Potter en Kepa fór meiddur af velli í 4-1 tapinu gegn Brighton um liðna helgi.

Edouard Mendy, sem lék seinni hálfleik þá, fær því aftur tækifærið á morgun. Hann var meiddur þegar Potter tók við liðinu og Kepa hefur staðið sig vel.

„Mendy hefur verið frábær, algjör fagmaður. Hann hefur sýnt mikinn stuðning. Hann var meiddur þegar ég kom fyrst. Hann veit að stundum þarf að sýna þolinmæði og bíða eftir tækifærinu. Nú fær hann tækifæri," segir Potter.

Mateo Kovacic er að glíma við smávægileg kálfameiðsli og óvíst hvort hann spili á morgun. Potter segir að ekki verði tekin nokkur áhætta varðandi króatíska miðjumanninn.

Varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en ætti að geta spilað á morgun.

E-riðill - Miðvikudagur:
20:00 Chelsea - Dinamo Zagreb
20:00 Milan - Salzburg

1. Chelsea 10 stig (komið áfram)
2. AC Milan 7 stig
3. Salzburg 6 stig
4. Dinamo Zagreb 4 stig

Chelsea hefur þegar unnið riðilinn. Milan mun taka annað sætið með jafntefli eða sigri gegn Salzburg. Austurríska félagið mun fara áfram með sigri.

Dinamo Zagreb gæti enn tekið Evrópudeildarsæti en liðið þarf að vinna Chelsea og treysta á tap Salzburg.
Athugasemdir
banner
banner
banner