Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. nóvember 2022 11:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nánast klárt að Alex færi í Víking í fyrra - „Allt gerist af ástæðu"
Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera eitt ár í viðbót í Fram og sé að fara í Breiðablik núna
Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera eitt ár í viðbót í Fram og sé að fara í Breiðablik núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson var mjög nálægt því að ganga í raðir Víkings frá Fram fyrir tæpu ári síðan. Allt virtist benda til þess að hann yrði leikmaður Víkings en á síðustu stundu duttu skiptin upp fyrir sig og Alex varð áfram í Fram.

Í gær var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks.

„Það var nánast klárt að ég væri að fara frá Fram í fyrra. En það þarf allt að vera tipp topp til að skipti gangi upp og við náðum ekki samkomulagi um samning. Það var ekki flóknara en það," sagði Alex.

„Kannski fyrst já, en síðan þegar ég hugsa þetta núna þá gerist allt af ástæðu og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera eitt ár í viðbót í Fram og sé að fara í Breiðablik núna," sagði Alex aðspurður hvort hann hefði upplifað mikið svekkelsi þegar skiptin gengu ekki í gegn.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.
„Kominn í Breiðablik til að sýna öllum að ég sé besti hægri bakvörðurinn á landinu"
Athugasemdir
banner
banner