Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. nóvember 2022 10:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nefndi tvo varnarmenn sem voru erfiðastir viðureignar í sumar
Kyle McLagan.
Kyle McLagan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, sem var valinn besti leikmaður Bestu deildarinnar hér á Fótbolta.net, fór í gær yfir sumarið með Breiðabliki í ítarlegu viðtali.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Í viðtalinu var Ísak - sem skoraði 14 mörk í Bestu deildinni í sumar - spurður að því hvaða varnarmenn hefðu verið erfiðastir viðureignar á tímabilinu sem var að líða.

Nefndi hann tvo miðverði sérstaklega, einn úr Víkingi og hinn úr Vestmannaeyjum.

„Kyle (McLagan) fór mjög mikið í taugarnar á mér. Hann komst vel inn í hausinn á mér. Eiður Aron í ÍBV, ég átti erfitt með hann," sagði Ísak.

„Í bikarleiknum á móti Víkingum var Kyle að segja hluti við mig sem gerðu mig brjálaðan... Eiður Aron, hann er kannski ekki í besta liðinu en það er mjög erfitt að eiga við hann."

Ísak hjálpaði Blikum að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sumar en næsta skref hans er að fara til Rosenborg í Noregi eftir áramót.
Innkastið - Sá besti gestur í lokaþætti ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner