Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. nóvember 2022 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Owen ber sig saman við Mbappe - „Ég hefði kostað eitthvað í kringum 100 milljónir punda“
Michael Owen
Michael Owen
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Fyrrum leikmaðurinn, Michael Owen, segir að hann myndi kosta eitthvað í kringum 100 milljónir punda á markaðanum í dag, en hann ákvað að máta sig aðeins við franska landsliðsmanninn Kylian Mbappe.

Owen þótti eitt mesta efni Englendinga undir lok tíunda áratugarins.

Hann kom upp í gegnum unglingastarf Liverpool og vann hinn eftirsótta gullbolta árið 2001 eftir frábær tímabil með enska liðinu.

Þegar hann var 18 ára gamall fór hann með Englendingum á HM árið 1998 og sýndi þar eftirminnilega takta. En hvað myndi Owen kosta á nútímamarkaði?

„Ég veit það ekki. Mér finnst eins og upphæðirnar voru aðeins hærri fyrir einu eða tveimur árum en í dag. Verðið á Haaland endurspeglaði ekki alveg raunverulega verðið á honum því það vantar umboðsmannalaun og bónusa í samningnum,“ sagði Owen við Aceodds.

„Þannig ef þetta frjáls markaður þá erum við að tala um að ég hefði kostað 100 milljónir punda eða eitthvað þar í kring — ef við erum að tala um þegar ég var 19-20 ára og upp á mitt allra besta, en það er samt erfitt að segja.“

„Hvað kostar Mbappe í dag? Ég er ekki viss en ef hann fer frá PSG þá erum við að tala um 150-200 milljónir punda. Ef það er verðið á honum þá er ég ekki viss hvað ég myndi kosta.“


Owen vildi bera sig saman við Kylian Mbappe, launahæsta leikmann heims. Mbappe hefur afrekað mikið í byrjun ferilsins og þykir með allra bestu leikmönnum heims, en Owen segist hafa verið svipuð týpa af leikmanni.

„En já, ég var svipuð týpa af leikmanni sem var að blómstra. Ég vann Ballon d'Or og svo gullskóinn í tvígang og fór síðan á HM þegar ég var 18 ára og svoleiðis.“

„Það eina sem væri hægt að segja að þó ég væri 150 milljón punda virði þá hefði félagið sem keypti mig ekki beint dottið í lukkupottinn því ferillinn minn versnaði ef því sem ég varð eldri,“ sagði Owen.
Athugasemdir
banner