þri 01. nóvember 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Reynir að koma Dalot til Barcelona
Diogo Dalot hefur spilað virkilega vel á þessu tímabili.
Diogo Dalot hefur spilað virkilega vel á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaðurinn Jorge Mendes er sagður vilja koma bakverðinum Diogo Dalot til Barcelona. Dalot er 23 ára og hefur verið í stóru hlutverki hjá Manchester United, fyrst undir Ralf Rangnick og svo núna undir stjórn Erik ten Hag.

Dalot er búinn að hirða hægri bakvarðarstöðuna og spilað virkilega vel á þessu tímabili.

Í viðtali á dögunum sagðist Dalot ekkert vera að hugsa um nýjan samning en núgildandi samningur rennur út næsta sumar. Það er leikjatörn hjá United um þessar mundir og HM framundan í þessum mánuði.

„Ég er bara ánægður með að vera að hjálpa félaginu. Ég elska að spila fyrir liðið og ég held að ég sýni það í hvert einasta skipti sem ég stíg á Old Trafford og alltaf þegar ég klæðist treyjunni," sagði Dalot.

United er með möguleika á því að virkja ákvæði um framlengingu á samningi Dalot um eitt ár til viðbótar. Fjölmiðlar á Spáni halda því hinsvegar fram að Mendes sé með áætlanir um að leikmaðurinn fari til Barcelona.
Enski boltinn - Kaninn keypti sér tíma á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner