Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 01. nóvember 2022 16:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Þór yfirgefur Keflavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Keflavík hefur tilkynnt að Rúnar Þór Sigurgeirsson verði ekki áfram leikmaður liðsins. Samningur Rúnars við Keflavík er útrunninn og mun Rúnar spila annars staðar á næsta tímabili. Rúnar lék með Víði sín fyrstu ári í yngri flokkum en skipti yfir í Keflavík í 5. flokki og hefur verið þar síðan.

Rúnar hefur verið orðaður við sænska félagið Öster að undanförnu og eru góðar líkur á því að hann spili í Svíþjóð á næsta tímabili.

Hann er 22 ára vinstri bakvörður sem fer á morgun með landsliðinu sem spilar tvo vináttuleiki á næstu dögum. Rúnar lék sinn fyrsta landsleik snemma sumars í fyrra þegar hann lék gegn Mexíkó í vináttuleik.

„Rúnar hefur verið einn allra öflugasti leikmaðurinn okkar undanfarin ár. Rúnar á stóran þátt í uppbyggingu Keflavíkur og er einn af þeim sem hafa leitt Keflavík í gegnum þann öldudal sem félagið var í. Rúnar er sannur keflvíkingur sem hefur lagt mikið á sig fyrir félagið okkar. Takk fyrir þitt framlag til Keflavíkur Rúnar Þór, þú verður ávallt velkominn aftur til Keflavíkur í náinni framtíð. Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar Rúnari Þór alls hins besta en núna bíða hans nýjar áskoranir sem hann mun tækla með glæsibrag. Keflavík verður alltaf þinn klúbbur," segir í tilkynningu Keflavíkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner