Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 01. nóvember 2022 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Slakasti árangur í sögu riðlakeppninnar
Mynd: EPA
Skoska liðið Rangers vill gleyma þessum sex leikjum sem liðið spilaði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem fyrst en árangurinn er sá slakasti í sögu keppninnar.

Rangers tapaði öllum sex leikjum sínum í riðlakeppninni þetta árið en liðið lauk keppni með 3-1 tapi gegn Ajax í kvöld.

Liðið fékk á sig 22 mörk og skoraði aðeins tvö mörk en það var markið í kvöld og svo eitt mark í 7-1 tapinu fyrir Liverpool.

Króatíska liðið Dinamo Zagreb átti metið yfir slakasta árangurinn í riðlakeppninni er liðið var með -19 í markatölu tímabilið 2011/2012 en liðið fékk ekki stig í riðlinum. Viktoria Plzen kláraði þetta tímabil þá með -19 í markatölu en ekkert lið er slakara en Rangers.

Rangers endaði riðlakeppnina í ár með -22 í markatölu og er því búið að bæta metið.


Athugasemdir
banner
banner