Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. nóvember 2022 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Son fékk þungt höfuðhögg og þurfti að fara af velli
Heung-Min Son lá eftir og þurfti svo að fara af velli
Heung-Min Son lá eftir og þurfti svo að fara af velli
Mynd: EPA
Lykilmaður Tottenham, Heung-Min Son, þurfti að fara af velli eftir hálftímaleik í Meistaradeildinni í kvöld eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg.

Atvikið átti sér stað á 23. mínútu eftir að Son og Chancel Mbemba, leikmaður Marseille, fóru í skallaeinvígi, en Suður-Kóreumaðurinn lá óvigur eftir baráttuna.

Læknalið Tottenham hugaði að honum næstu mínúturnar áður hann var studdur af velli.

Hann gat ekki haldið leik áfram og var skipt útaf en Yves Bissouma kom inn í hans stað.

Þetta er eflaust mikið áhyggjuefni fyrir Tottenham sem er að berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni og þá eru nokkrir dagar í að liðið mæti Liverpool í úrvalsdeildinni. Á meiðslalistanum eru meðal annars þeir Richarlison og Dejan Kulusevski.

Athugasemdir
banner
banner
banner