
Ríkisútvarpið hefur opinberað það hvaða fólk mun koma að umfjöllun stöðvarinnar í kringum HM sem hefst síðar í þessum mánuði.
HM í Katar hefst 20. nóvember og lýkur þann 18. desember.
HM í Katar hefst 20. nóvember og lýkur þann 18. desember.
RÚV er með sýningarrétinn á mótinu og hefur nú greint frá því hvaða einstaklingar verða sérfræðingar í kringum leiki mótsins. Einnig hefur verið sagt frá því hvaða einstaklingar hafa umsjón með HM stofunni og hvaða aðilar sjá um að lýsa leikjunum.
Edda Sif Pálsdóttir, Helga Margrét Höskuldsdóttir og Einar Örn Jónsson hafa umsjón með HM stofunni.
Sérfræðingarnir verða svo Heimir Hallgrímsson, Margrét Lára Viðarsdóttir, Arnar Gunnlaugsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Ólafur Kristjánsson.
Einar Örn, Gunnar Birgisson, Hörður Magnússon og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson munu svo lýsa leikjunum.
Opnunarleikur keppninnar er leikur Katar og Ekvador þann 20. nóvember.
Athugasemdir