Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. nóvember 2022 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trúir því ekki að Englandi hafi misst af Antonio
Antonio í leik með West Ham.
Antonio í leik með West Ham.
Mynd: EPA
Rickie Lambert, fyrrum sóknarmaður Liverpool og Southampton, kveðst svekktur með að sjá Michail Antonio klæðast landsliðsbúningi Jamaíku.

Lambert hefði nefnilega viljað sjá Antonio spila fyrir enska landsliðið, en sóknarmaðurinn valdi að leika fyrir hönd Jamaíku.

„Antonio hjá West Ham, ég trúi ekki að enska landsliðið hafi misst af honum," segir Lambert.

Lambert telur að Antonio hefði verið fullkominn félagi fyrir Harry Kane í sóknarleiknum hjá Englandi. Hann telur að það sé mikill missir fyrir enska landsliðið að vera ekki með Antonio innan sinna vébanda.

Það er ekki langt síðan Antonio hóf að leika fyrir landslið Jamíku. Hann á að baki sjö A-landsleiki og hefur hann í þeim skorað þrjú mörk.

Þjálfari Jamaíku er Heimir Hallgrímsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner