Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 01. nóvember 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir einstaklingar settu fyrirliðabandið á Nelson
Reiss Nelson.
Reiss Nelson.
Mynd: EPA
Reiss Nelson var besti maður Arsenal í 5-0 sigrinum á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag.

Nelson er 22 ára gamall og uppalinn í Arsenal en átt erfitt með að brjóta sér leið inn í liðið.

Nelson fékk tækifærið gegn Forest í gær er Bukayo Saka meiddist á 27. mínútu og nýtti Englendingurinn tækifærið vel með því að skora tvö og leggja upp eitt í sigrinum.

Þetta var fyrsti deildarleikur hans á tímabilinu en einhvern veginn tóku tveir aðilar þá ákvörðun að setja fyrirliðabandið á hann í Fantasy leiknum vinsæla.

Í Fantasy-leiknum í ensku úrvalsdeildinni velja menn draumalið þar sem leikmenn fá stig fyrir atriði eins og að skora mörk og halda hreinu.

Nelson er ekki mjög vinsæll í leiknum þar sem hann hefur spilað lítið sem ekkert en tveir aðilar voru það sniðugir að setja á hann fyrirliðabandið. Hvernig þessir tveir aðilar tóku þessar ákvörðun, það verður líklega aldrei vitað.

Nelson skilaði þeim 32 stigum!

Leikmaðurinn sjálfur sá þessi tíðindi á samfélagsmiðlum í gær. Hann er að leita að þessum einstaklingum og ætlar að gefa þeim treyjur.


Enski boltinn - Kaninn keypti sér tíma á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner